Hin árlega sumarhátíð Sumar á Selfossi verður haldin laugardaginn 9. ágúst. Dagskráin verður með hefðbundnu sniði nema hvað árlegum Sléttusöng hefur verið hnýtt aftan við dagskrána.

Að venju bjóða fyrirtæki á Selfossi íbúum og gestum þeirra til morgunverðar og eftir hádegi verður dagskrá um allan bæ fyrir stóra og smáa fjölskyldumeðlimi.