Vegna Þjóðhátíðarinnar og frídags verslunarmanna sl. mánudag, seinkar venjubundinni útgáfu Frétta til fimmtudags. Blaðinu verður dreift til áskrifenda og í verslanir í Eyjum seinnipart fimmtudagsins. Meðal efnis í blaðinu er allt sem snertir nýafstaðna Þjóðhátið, bæði í máli og myndum. Þá verður gluggað í skattskrána og að þessu sinni eru reiknuð út meðallaun 1500 Vestmannaeyinga.