Lögreglan í Vestmannaeyjum hefur fengið kæru vegna líkamsárásar á Þjóðhátíð þar sem hálfþrítugur maður var kjálkabrotinn með hnefahöggi. Maðurinn er annar tveggja sem kjálkabrotnuðu í líkamsárásum á Þjóðhátíð. Hefur hann gefið skýrslu hjá lögreglu og er málið í athugun. Hitt tilvikið hefur ekki verið kært.