Á fundi bæjarráðs í dag var samþykkt að fella úr gildi fyrri samþykkt varðandi lundaveiði en samkvæmt fyrri samþykkt mátti veiða til 15. ágúst. Á fundi bæjarráðs var hins vegar sú samþykkt dregin til baka og ákveðið að stunda megi lundaveiði til klukkan 20.00 þann 10. ágúst. Enn fremur felur bæjarráð bæjarstjóra að óska eftir því við viðkomandi yfirvöld að sérstök áhersla verði lögð á rannsókn á lunda næstu ár til að tryggja sjálfbærar veiðar á tegundinni.