Eyjamenn lentu í óvæntum vandræðum gegn ferskum Ólafsvíkingum þegar ÍBV tók á móti Víkingi Ó. á Hásteinsvellinum í kvöld. Gestirnir komust óvænt yfir strax á 10. mínútu en eftir það sóttu Eyjamenn nánast látlaust en jöfnuðu ekki fyrr en í uppbótartíma í fyrri hálfleik. Heimamenn voru svo stálheppnir á upphafsmínútum síðari hálfleik að lenda ekki aftur undir en tvö Eyjamörk tryggði ÍBV mikilvæg þrjú stig í toppbaráttunni.