Karlalið ÍBV tekur í dag á móti Víkingi frá Ólafsvík á Hásteinsvellinum en leikur liðanna hefst á óvenjulegum tíma eða klukkan 18.00. Eyjamönnum hefur ekki vegnað eins vel í seinni umferð Íslandsmótsins og þeirri fyrri, hafa unnið einn leik af þremur, gert eitt jafntefli og tapað einum. Engu að síður er ÍBV í efsta sæti deildarinnar og nauðsynlegt að landa þremur stigum í kvöld.