Um mánaðamótin síðustu lauk álagningu opinberra gjalda á einstaklinga í Vestmannaeyjum árið 2008. Samtals nema álögð gjöld 2.4 milljörðum á 3196 gjaldendur auk 896 þúsunda á 89 börn. Nemur hækkunin 6,21 prósenti frá fyrra ári. Þar af er tekjuskattur 986 milljónir króna sem er 0,36% hækkun frá fyrra ári og útsvar er 1230 milljónir og er hækkunin á milli ára 9,03 prósent.. Barnabætur eru alls um 116 milljónir og er hækkunin 16,03 prósent frá árinu á undan og vaxtabætur eru 61,5 milljónir og hækka um 7,5 prósent.