Bæjarráð fjallaði um málefni þjóðhátíðar. Ljóst er að nýafstaðin þjóðhátíð er um leið ein sú fjölmennasta og ein sú best lukkaðasta hingað til. Áætla má að fjöldi gesta hafi verið um 13.000 manns og þannig fjölgaði íbúum á Heimaey rúmlega þrefalt þessa daga. Ástæða er til að þakka mótshöldurum sérstaklega fyrir umgjörðina. Þá er einnig ástæða til að þakka gestum og þá ekki síst þeim ungmennum sem hátíðina sóttu fyrir prúðmannlega framkomu.