Björgunarsveitin í Vík í Mýrdal leitar nú manns sem talið var að væri í sjónum við Víkurfjöru. Björgunarbáturinn Þór í Vestmannaeyjum var kallaður út og er á leið á vettvang. Útkallið kom klukkan 15:31 og var Þór lagður af stað átta mínútum síðar.