Kvennalið ÍBV lagði FH að velli í kvöld á Hásteinsvellinum en þetta var jafnframt síðasti heimaleikur liðsins í sumar. Lokatölur urðu 4:1 en ÍBV komst í 4:0 áður en gestirnir minnkuðu muninn. ÍBV er sem stendur í þriðja sæti A-riðils, stigi á eftir GRV en tvö efstu liðin komast í úrslitakeppnina. GRV á hins vegar tvo leiki til góða á meðan ÍBV á aðeins einn og því eru möguleikar ÍBV ekki miklir.