Skrifað var í dag undir samning við Suðurverk hf. um gerð Landeyjahafnar og Bakkafjöruvegar. Höfnin á að þjóna nýju Vestmannaeyjaferjunni Herjólfi sem smíðuð verður samhliða hafnargerðinni. Gert er ráð fyrir að verkinu verði lokið síðla árs 2010. Kristján L. Möller samgönguráðherra, fulltrúar verkkaupa sem eru Siglingastofnun Íslands og Vegagerðin, og fulltrúar verkkaupa, skrifuðu undir verksamninginn í Bakkafjöru í dag.