Grímur Guðnason hefur keypt Vélasalinn við Vesturveg af Vestmannaeyjabæ og ætlar að flytja starfsemi Slökkvi­tækja­þjónustunnar þangað. „Við ætlum að flytja starf­semina í Vélasalinn seint í haust eða í byrjun vetrar. Það þarf að gera talsverðar endurbætur og breytingar á húsnæðinu, hólfa niður o.s.frv. Húsnæðið hentar mjög vel undir starfsemina, allt á einni hæð og góð aðkoma að húsinu. Ég hef verið með aðstöðu í Skildingavegi og kem til með að selja hana, sagði Grímur og flytur starfsemina eftir að Vélasalurinn verður klár undir starfsemina. “