Í dag, fimmtudag klukkan 11.00 verða opnuð tilboð í nýjan Herjólf.
Þetta kemur fram á vef Ríkis­kaupa sem fyrir hönd Sigl­inga­stofnunar óskuðu eftir tilboðum í smíði nýrrar ferju til fólks-, bíla- og vöruflutninga til og frá Vestmannaeyjum og Landeyjahafnar. Ekki kemur fram hvað marg­ir buðu í smíðina en stóra spurn­ingin er, hvenær verður nýtt skip tilbúið.