Keikókvíin hefur verið sem þyrnir í augum margra þar sem hún liggur undir skemmdum í Kletts­víkinni eða alltént það sem eftir er af kvínni. Líklega var síðasti nyt­samlegi hlutur kvíarinnar fjar­lægður nú á miðvikudag þegar hópur manna flutti hús Keikó kvíarinnar í land en húsið mun fá algjörlega nýtt hlutverk á næstunni.