Nú er unnið hörðum höndum að endurbótum á húsnæði þar sem Drífandi bar var áður til húsa á horni Strandvegar og Bárustígs. Björgvin Þór Rúnarsson hefur tekið húsnæðið á leigu og ætlar að reka þar kaffihúsið Volcano Café. Staðurinn verður mun stærri en Drífandi var, nánast öll jarðhæðin verður tekin undir hinn nýja stað og verður gengið inn þar sem inngangur verslun­arinnar Smart var áður.