Lundaveiðitímabilinu í Vestmanna­eyjum lauk 10. ágúst sl. og er ljóst að veiðin er ekki nema brot af því sem gerist í venjulegu árferði. Í sumum tilfellum er aðeins um lítið brot að ræða. Eins virðast mikil afföll í pysjunni þrátt fyrir að í byrj­un tímabils hafi útlitið verið gott. Í ljósi þessa var ákveðið að hætta veiðum þann tíunda en í upphafi átti að leyfa veiðar til 15. ágúst. Telja menn ástandið orðið það alvarlegt að veiðar verði jafnvel bannaðar á næsta ári.