Þann 10 júlí sl. samþykkti bæjarráð breytingu á gjaldskrá skólavistunar í Árborg sem tók gildi frá og með 1. ágúst 2008. Breytingin er gerð samkvæmt gildandi reglum um skólavistun sem samþykktar voru fyrr á árinu. Í þeim er gert ráð fyrir að lágmarksgjald verði tekið við innritun í skólavist og er það miðað við 20 klst. vistun á mánuði. Gjaldskrá skólavistunar er á heimasíðu Árborgar.