Allir hlauparar og hjólreiðamenn verða ræstir á Ölfusárbrú. Hjólreiðar hefjast kl. 11:00, hálfmaraþon kl. 11:30 og aðrar vegalengdir kl. 12:00. Hlaupnir verða 2,5 km, 5 km, 10 km og hálfmaraþon, allar vegalengdir eru með tímatöku. Einnig er keppt í 5 km og 10 km hjólreiðum. Keppni í 5 km hjólreiðum fer fram á malbiki en í 10 km hjólreiðum er keppt á malbiki og malarvegi.