Veiðitímabil á grágæs og heiðargæs hefst miðvikudaginn 20. ágúst. Eftir sem áður verður blesgæs alfriðuð og í Skaftafellssýslum má ekki byrja að veiða helsingja fyrr en 25. september. Annarsstaðar á landinu er leyfilegt að veiða helsingja frá 1. september.