Jarðvegsframkvæmdir vegna knattspyrnuhússins eru að hefjast en í dag var byrjað girða svæðið af. Áætlað er að verkinu verði lokið fyrir 20. september samkvæmt samningi við Vestmannaeyjabæ en það er Íslenska Gámafélagið sem vinnur verkið. Hafþór Snorrason, verkstjóri segir að farið verði hægt í sakirnar til að byrja með en áætlað sé að sprengja þurfi klettana í sundur.