Vegagerðin og Siglingastofnun virðast hafa náð samkomulagi við landeigendur á Bakka um kaup á landi undir Landeyjarhöfn og veg að henni fyrir um 20 milljónir króna. Samningaviðræður hafa staðið frá því í október í fyrra en gengið erfiðlega.