Nokkrir sumarbústaðaeigendur við Bjarkarborgir í Grímsnesi króuðu af þrjú ungmenni á bíl á sumarbústaðasvæðinu og kölluðu til lögreglu sem handtók ungmennin. Í ljós kom að brotist hafði verið inn í sjö sumarbústaði á svæðinu og þaðan stolið hljómtækjum, áfengi og öðru smálegu.