Útvarpsmerktur sjóbirtingur endurheimtist í sumar, fimm árum eftir merkingu, við hefðbundnar rannsóknir Veiðimálastofnunar á lax- og sjóbirtingsafla úr netaveiði í Þjórsá. Í ljós kom að hann hafði verið merktur sem gönguseiði í Kálfá í Gnúpverjahreppi sumarið 2003, en merkingin hafði verið framkvæmd til að fylgjast með sjávargöngutíma laxa og sjóbirtinga.