Áætlanir eru uppi um að byggja 2400 fm hús undir Þekkingarsetur Vestmannaeyja en mjög er farið að þrengja að starfseminni að Strandvegi 50, Hvíta húsinu. Þetta byggist fyrst og fremst á þarfagreiningu Ingibjargar Þórhallsdóttur. Stefnt er að byggingu á 2400 m2 húsi í miðbæ Vestmannaeyja. Þar er hugmyndin að verði bæði Þekkingarsetrið og Sæheimar.