Eins og fram hefur komið áður hér á vefnum lenti breski kokkurinn Gordon Ramsey í því að verða bitinn af lunda í ferð sinni til Íslands. Ferðin til Vestmannaeyja var víst mikil ævintýraferð en nú er komið í ljós að Ramsey var bitinn af Suðureyjalunda enda eingöngu geðill kvikindi sem halda til í eynni. Hægt er að sjá myndband af atvikinu hér að neðan en það er Suðureyingurinn Ólafur Týr Guðjónsson sem lóðsar breska sjónvarpskokkinn orðljóta.