Topplið ÍBV í 1. deild karla tapaði í kvöld fyrir KA á Akureyri, 2-1, er átjánda umferð deildarinnar kláraðist með fjórum leikjum. Elmar Dan Sigþórsson kom KA yfir með marki undir lok fyrri hálfleiks en Ingi Rafn Ingibergsson jafnaði metin á 76. mínútu. Steinn Gunnarsson skoraði sigurmark KA þegar tvær mínútur voru til leiksloka.