Milli átta og tíu þúsund manns voru á landbúnaðarsýningunni á Hellu í gær þegar mest var, að mati björgunarsveitarmanna. Sýningin er haldin á Hellu í tilefni af 100 ára afmælis Búnaðarsambands Suðurlands. Sýningunni lýkur síðdegis í dag og margt að skoða.