Hallgrímur Júlíusson varð í dag Íslandsmeistari í golfi en Íslandsmótið í höggleik fór fram á Urriðavelli um helgina. Hallgrímur, sem er 14 ára keppti í flokki 13-14 ára en hann vann einmitt sama flokk fyrir ári síðan, þá á yngra ári. Eyjapeyinn knái vann með sex högga mun á kylfingana tvo sem enduðu í öðru sæti, sannarlega glæsilegur árangurin hjá Hallgrími.