Tillaga um hækkun gjalda í leikskólum Vestmannaeyjabæjar var samþykkt á fundi fræðslu- og menningarráðs í síðustu viku. Þannig hækkar leikskólagjöld um 4,5% og fæðisgjald hækkar um 6,5 ef miðað er við fullt fæði. Hækkanirnar eru í samræmi við launa- og neysluvísitölu samkvæmt reglum um endurskoðun leikskólagjalda.