Stórvirkar vinnuvélar og mannafli er kominn í Bakkafjöru þar sem hafnar eru framkvæmdir við Landeyjahöfn. Áætlað er að verkinu verði lokið í júlí 2010.

Samningur milli Vegagerðarinnar, Siglingastofnunar og Suðurverks hf. um gerð Landeyjahafnar var undirritaður fyrr í mánuðinum. Tilboð Suðurverks hljóðaði upp á um 1,9 milljarð króna sem er 60% af kostnaðaráætlun.