Selfyssingar unnu góðan 4-1 sigur á Njarðvíkingum í síðustu umferð og eru því með fimm stiga forskot á Stjörnuna, sem er í 3. sæti þegar fjórar umferðir eru eftir. Stjarnan gerði 0-0 jafntefli við Víking í Ólafsvík, en Víkingar eru einmitt næstu mótherjar okkar nú. Sá leikur fer fram í Ólafsvík föstudaginn 29. ágúst kl 18.30. Víkingar eru í 7.-9. sæti deildarinnar með 20 stig ásamt Fjarðarbyggð og Víkingi frá Reykjavík.