Hermann Hreiðarsson og Gunnar Heiðar Þorvaldsson eru báðir í landsliðshópi Íslands sem var opinberaður í dag. Alls eru 22 leikmenn í hópnum en íslenska landsliðið mætir Norðmönnum ytra 6. september og Skotum á Laugardalsvellinum fjórum dögum síðar. Á sama tíma var tilkynnt að Hermann tekur við fyrirliðabandinum af Eiði Smára Guðjohnsen, sem hefur borið bandið undanfarin ár.