Öll reiknilíkön gera nú ráð fyrir vöxt lægðar suðvestur í höfum sem síðan muni koma hér alveg upp á suðvestanverðu landinu. Lægð þessi, Höfuðdagslægðina eins og kýs að kalla hana (29. ágúst á morgun), gæti orðið um og undir 975 hPa og þá rétt við Reykjanes. Allar líkur eru einnig á því að hún verði kröpp og svipar þannig allt eins til vetrarlægðar af styrk en fyrstu haustlægðina.