Umhverfisráðuneytið hefur komist að þeirri niðurstöðu, að vatnsátöppunarverksmiðja félagsins Icelandic Water Holding í Hlíðarenda í Ölfusi þurfi ekki að fara í umhverfismat.

Ráðuneytið hafði áður úrskurðað að framkvæmdin þyrfti að sæta mati á umhverfisáhrifum en sá úrskurður hefur verið felldur úr gildi.