Sparisjóður Vestmannaeyja opinberaði í dag sex mánaða uppgjör sjóðsins fyrir tímabilið 1. janúar til 30. júní. Heildarniðurstaða rekstrar SPV er tap upp á 29 milljónir eftir skatta. Þá voru eignir Sparisjóðsins í óskráðum félögum færð niður um 209 milljónir. Í fréttatilkynningu frá Sparisjóðnum kemur fram að stjórn sjóðsins telji afkomu fyrstu sex mánuði ársins ásættanleg miðað við erfiðar ytri aðstæður í starfsemi fjármálafyrirtækja. Fréttatilkynninguna má lesa í heild sinni hér að neðan.