Gjaldþrotum á Suðurlandi hefur fjölgað verulega síðustu mánuði. Gjaldþrotaúrskurðir hjá Héraðsdómi Suðurlands hafa verið rúmlega helmingi fleiri það sem af er ári en allt síðasta ár.

Í Dagskránni kemur fram að gjaldþrotaúrskurðir hjá héraðsdómnum hafa verið 34 á þessu ári, en voru 15 árið 2007.