Við hefðbundnar rannsóknir Veiðimálastofnunar á lax- og sjóbirtingsafla úr netaveiði í Þjórsá í júlí kom fram merkilegur fiskur.

Í aflanum fannst fimm punda sjóbirtingshængur sem bar útvarpsmerki í kviðnum. Þegar betur var að gáð kom í ljós að hann hafði verið merktur sem gönguseiði í Kálfá í Gnúpverjahreppi þann 5. júní 2003 eða rúmum fimm árum fyrr.