Vegna óveðursins tefst farþegaferjan Herjólfur. Skipið kom á réttum tíma til Þorlákshafnar í morgun en heimferðin hefur gengið öllu verr enda stífur mótvindur. Áætlað er að Herjólfur verði við bryggju í Vestmannaeyjum um 17.30. Ekki liggur fyrir hvort seinni ferð dagsins verði farin en athuga á með seinni ferðina klukkan 18.30. Þá átti skipið að sigla næturferð klukkan 23.00 en næturferðin hefur verið felld niður.