Þrír leikir eru í fyrstu deild karla en nítjánda umferðin er í gangi þar. Selfoss sækir Víking Ólafsvík heim og Stjarnan mætir Fjarðabyggð en bæði þessi lið eru að berjast um sæti í Landsbankadeildinni að ári. Þá mætast Leiknir R. og KA í Breiðholtinu.

1. deild karla:
18:30 Leiknir R. – KA (Leiknisvöllur)
18:30 Víkingur Ó. – Selfoss (Ólafsvíkurvöllur)
18:30 Stjarnan – Fjarðabyggð (Stjörnuvöllur)