Sunnudag næsta 31. ágúst kl. 14:00 höldum við hátíðlegt að Hjalla í Ölfusi 80 ára afmæli Hjallakirkju.

Hjallakirkja er Ólafskirkja, kennd við Ólaf helga Noregskonung. Núverandi kirkja er byggð 1928.
Arkitekt var Þorleifur Eyjólfsson frá Grímslæk. Yfirsmiður Kristinn Vigfússon, Eyrarbakka, síðar á Selfossi.