Stjórn Landsvirkjunar auglýsir eftir umsóknum um stöðu forstjóra fyrirtækisins í Fréttablaðinu í dag, en Friðrik Sophusson, núverandi forstjóri, fer brátt á eftirlaun.

Umsækjandi skal meðal annars hafa háskólamenntun sem nýtist í starfi, stjórnunar- og rekstrarreynslu og yfirgripsmikla þekkingu á sviði fjármála.