Stjarnan vann öruggan sigur á Fjarðabyggð, 3:0, á heimavelli sínum í Garðabæ í 1. deild karla í knattspyrnu í gær.
Markalaust var í hálfleik en Stjörnumenn tóku til sinna ráða í síðari hálfleik.
Þeim tókst með þessum sigri að nálgast Selfoss sem er í öðru sæti deildarinnar, nú munar aðeins tveimur stigum á Selfossi og Stjörnunni þegar þrjár umferðir eru eftir.