„Stórkostlegt kraftaverk er að hún skuli vera á lífi,“ segir Jörn Kvist, stjórnandi Sirkus Agora, en jafnvægisatriði fór úrskeiðis á sýningu hans á Akureyri með þeim afleiðingum að loftfimleikakona, Ludvika Berouskova, féll fimm metra niður úr stiga með höfuðið á undan.

„Ég hélt fyrst að hún hefði hálsbrotnað og dáið. Þetta er mesta áfall sem ég hef fengið. Hjartað tók aukaslag,“ segir Jörn. „Hún hætti að anda í smástund en maðurinn hennar blés í hana lífi.“