Botninn er dottinn úr síldar- og makrílveiðunum og eru veiðiskipin nær öll á landleið. Eftir árangurslausan leitarleiðangur nokkurra skipa norður undir Jan Mayen um helgina og trega veiði annarra skipa austur af landinu á meðan, fóru skipin að halda heimleiðis í gær og nótt. Þrjú skip eru þó enn út í reginhafi í grennd við norsku lögsögulínuna.