Atvinnuþróunarfélag Suðurlands hefur ráðið Eygló Harðardóttur, markaðsfræðing, sem verkefnastjóra og ráðgjafa. Eygló hefur viðamikla reynslu af störfum í þjónustu, sjávarútvegi og landbúnaði og starfaði síðast sem framkvæmdastjóri Nínukots. Hún er í þann mund að ljúka við meistaragráðu í viðskiptafræði með áherslu á alþjóðasamskipti og markaðsfræði frá Háskóla Íslands. Meistaraverkefni hennar fjallar um ferðaþjónustu bænda, markaðssetningu og áhrif internetsins.