Líkamsárás átti sér stað í kennslustofu á Litla-Hrauni á fimmtudagsmorgun. Þrír fangar, sem sitja af sér dóm vegna Pólstjörnumálsins, eru grunaðir um að hafa ráðist að einum samfanga sínum og meðal annars sparkað ítrekað í hann liggjandi. Atvikið átti sér stað þegar kennarinn brá sér út úr kennslustofunni til að ljósrita námsefni.