Sláturfélag Suðurlands hefur gefið út afurðaverð 2008 til bænda.

Verðið hækkar um 16,5% frá verðskrá fyrirtækisins 2007 að því er fram kemur í frétt frá fyrirtækinu. Auk þess er sérstök 17,8% hækkun á R3 matsflokki dilkakjöt.

Fyrirvari er gerður verðskráin verði endurskoðuð ef tilefni gefst til.