Fólksbifreið valt á haugasvæðinu í Vestmannaeyjum í gærkvöldi. Þrennt var í bílnum sem fór eina veltu en fólkið slasaðist ekki. Það var þó flutt til skoðunar á sjúkrastofnun en fékk að fara heim að henni lokinni. Ökumaður segir bílinn hafa orðið bremsulausan. Verður bíllinn skoðaður síðar í dag.