ÍBV er ekki enn öruggt með sæti í úrvalsdeild að ári en í kvöld fóru fram fjórir leikir í 1. deild. Stjarnan mætti m.a. Víking Reykjavík á heimavelli Víkinga en Stjarnan má ekki tapa stigi og ÍBV verður að tapa sínum ef Eyjamenn eiga að missa af sætinu. Stjarnan vann góðan útisigur í kvöld, 1:2 og heldur því enn í vonina. Þá lagði Selfoss KS/Leiftur á heimavelli 3:1 á Selfossvelli. Nú munar aðeins þremur stigum á ÍBV og Selfossi og fimm stigum á ÍBV og Stjörnunni en eins og áður sagði á ÍBV inni einn leik.