Fangavörður á Litla-Hrauni veitti í vikunni athygli sígarettupakka innan fangelsisgirðingar.

Pakkanum hafði greinilega verið kastað yfir girðingarnar tvær sem umlykja fangelsið. Pakkinn var þyngdur með skrúfum. Inni í pakkanum leyndust svo nokkrar töflur sem talið er að sé lyf. Málið er í rannsókn en ekki liggur fyrir hver kastaði pakkanum inn á svæðið.